Um okkur


Drangi er sérhæfð lögmannsstofa sem sinnir málflutningi og verkefnum á réttarsviðum tengdum viðskiptalífinu. Starfsmenn Dranga hafa fjölbreytta reynslu og sérþekkingu sem gerir okkur kleift að sinna umfangsmiklum og flóknum verkefnum.

Í hröðum og síbreytilegum heimi viðskipta er nauðsynlegt að lögmannsstofur bregðist skjótt og vel við. Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar skilvirka ráðgjöf, sérsniðna að þörfum hvers og eins hverju sinni. Við kappkostum að byggja upp og styrkja langtímasambönd við viðskiptavini með það höfuðmarkmið að stuðla að verðmætasköpun þeirra.