Auðlinda- og orkumál

Drangi veitir fyrirtækjum sem starfa við sjávarútveg og orkuvinnslu ráðgjöf varðandi starfsemi og regluverk á þeim sviðum, svo sem við gerð orkusölusamninga, öflun starfsleyfa og vinnu við umhverfismöt.

Félagaréttur

Lögmenn Dranga hafa áralanga reynslu af því að veita fyrirtækjum ráðgjöf um hvers kyns málefni á sviði félagaréttar, til að mynda um stofnun félaga, skipulagningu samstæða, breytingar á hlutafjárskipan, málefni hluthafa og skiptingu og slit félaga. Þá hafa lögmenn Dranga umfangsmikla reynslu við ráðgjöf á sviði stjórnarhátta fyrirtækja, bæði skráðra og óskráðra

Fjármálamarkaðir

Drangi starfar fyrir banka og fjármálafyrirtæki varðandi starfsemi og regluverk á fjármagnsmörkuðum, þar á meðal í tengslum við útgáfur og viðskipti með hefðbundna og samsetta fjármálagerninga, skipulagningu fjárfestingarsjóða, innri reglur og verkferla.

Fjármögnun

Drangi býður upp á alhliða ráðgjöf þegar kemur að fjármögnun fyrirtækja og verkefna, hvort sem um er að ræða eignafjármögnun, rekstrarfjármögnun, yfirtökufjármögnun, framkvæmdafjármögnun eða samsetta fjármögnun.

Málarekstur og málflutningur

Lögmenn Dranga sinna málarekstri og málflutningi á stjórnsýslustigi, fyrir öllum almennum dómstólum landsins og gerðardómum.

Samkeppnisréttur

Drangi veitir fyrirtækjum hvers kyns ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar, hvort sem er í tengslum við samrunatilkynningar eða málsmeðferð fyrir samkeppnisyfirvöldum vegna meintra samkeppnishamla.

Samrunar og yfirtökur

Drangi veitir skráðum og óskráðum fyrirtækjum alhliða ráðgjöf við samruna og yfirtökur, meðal annars við skipulagningu og þátttöku í söluferlum, framkvæmd áreiðanleikakannana og gerð kaupsamninga og samrunaáætlana.

Skuldaskil og endurskipulagning fyrirtækja

Ráðgjöf Dranga á sviði skuldaskila og endurskipulagningar fyrirtækja nær til allra þátta sem koma til skoðunar þegar vinna þarf úr fjárhagserfiðleikum, allt frá einkaréttarlegum úrræðum til lögbundinna úrræða á sviði gjaldþrotaréttar.

Vátryggingaréttur

Ráðgjöf Dranga á sviði vátryggingaréttar snýr einkum að sérhæfðum vátryggingarsamningum, svo sem vegna verktrygginga, stjórnendatrygginga, trygginga vegna ábyrgðaryfirlýsinga og endurtrygginga.

Verktaka- og útboðsréttur

Lögmenn Dranga veita fyrirtækjum og opinberum aðilum ráðgjöf við útboð verksamninga og hvers konar verkframkvæmdir og þjónustu, ásamt því að gæta hagsmuna aðila í ágreiningsmálum í þessum efnum.